Mikilvægara að greiða niður skuldir

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert

„Það er æpandi þörf víða á niðurgreiðslu opinberra skulda. Þörfin fer ekki með því að takast ekki á við hana, með þessu veltum við kostnaði yfir á komandi kynslóðir.“ Þetta sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, í samtali við mbl.is eftir að niðurstaða leiðréttingarinnar lá fyrir nú eftir hádegi.

Sagði Guðmundur að Björt framtíð væri nú sem áður á móti leiðréttingunni. Hana ætti þar að auki ekki að fjármagna úr ríkissjóði, en það væri gert með þessu.

Um sé að ræða fjárhæðir sem ættu frekar að fara til í heilbrigðis-, vega- og menntakerfið. Peningar sem fara í leiðréttinguna muni ekki fara í greiðslu opinberra skulda. „Með þessari aðgerð er ríkisstjórnin að ákveða að nota peningana ekki í það,“ sagði Guðmundur.

Sagði hann einnig að ýmislegt hefði verið gert til að laga skuldastöðu heimilanna, mikið væri eftir en með leiðréttingunni væri verið að deila út peningum óháð efnahagsstöðu fólks.

„Það er æpandi þörf víða annars staðar á niðurgreiðslu opinberra skulda. Þörfin fer ekki með því að takast ekki á við hana, með þessu veltum við kostnaði yfir á komandi kynslóðir,“ sagði Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert