„Hver og einn lífeyrissjóður tekur ákvarðanir um sínar fjárfestingar. Þeim er ekki heimilt að koma fram sem einn aðili. Það eru rangfærslur í framsetningu að láta sem svo að það sé á hendi verkalýðshreyfingarinnar að taka slíkar ákvarðanir.“
Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um niðurstöður úttektar Hersis Sigurgeirssonar á eignarhaldi á skráðum félögum á hlutabréfamarkaði. Þar kemur fram að lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint 43% í félögunum.
„Lífeyrissjóðirnir eru bara Íslendingar. Getur það verið áhyggjuefni að Íslendingar eigi í íslenskum fyrirtækjum? Það finnst mér ekki,“ segir Gylfi meðal annars í Morgunblaðinu í dag.