Aðgerðir vegna leigjenda fyrirhugaðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórnin vinnur að tillögum sem ætlað er að taka á þeim vanda sem til staðar er á leigumarkaði hér á landi. Þetta sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingflokksformanni Samfylkingarinnar.

Helgi spurði ráðherrann hvernig hún gæti horft upp á það að ekkert væri gert fyrir fólk á leigumarkaði í þeim skuldaleiðréttingaraðgerðum sem ríkisstjórnin hefði kynnt. Ríkisstjórnin hlyti að kynna hliðstæðar aðgerðir til handa þeim sem væru á leigumarkaði og hefðu orðið fyrir sama verðbólguskelli í kjölfar þess að bankarnir féllu haustið 2008 ef ekki verri.

Eygló sagði að unnið væri að grundvallarbreytingum á húsnæðismarkaðinum. Engin slík frumvörp hafi legið fyrir í velferðarráðuneytinu þegar hún hafi tekið við ráðherradómi. Verið væri að vinna að þeim málum fyrir vikið frá grunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert