Enn stöðvast vindstöðin

Vindrafstöðin í Belgsholti í Melasveit.
Vindrafstöðin í Belgsholti í Melasveit. mbl.is/Helgi

Vindrafstöðin í Belgsholti bilaði í þriðja sinn fyrir skömmu. Einn af spöðunum sem knýja rafalinn brotnaði af og féll til jarðar.

Haraldur Magnússon bóndi segir að bilunin hafi komið honum að óvörum. Hver spaði sé festur með átta öflugum boltum. Boltarnir á einum spaðanum hafi kubbast í sundur svo hann féll til jarðar. Skemmdist hann nokkuð auk þess sem hann hefur rekist í annan spaða í fallinu.

Stöðin fór í neyðarstöðu, eins og vera ber við slíkar aðstæður, og urðu því ekki aðrar skemmdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert