Greiða þarf af lánunum

Tillaga að nýjum Landspítala.
Tillaga að nýjum Landspítala. Ljósmynd/Nýr Landspítali

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is vek­ur at­hygli á því að það breyti engu um af­komu rík­is­sjóðs hvort fram­kvæmd­ir við nýj­an Land­spít­ala verði op­in­ber fram­kvæmd eða leigu­fram­kvæmd á veg­um op­in­bers hluta­fé­lags.

„Eft­ir sem áður er vand­inn sá að taka þarf lán til fram­kvæmd­anna og í ljósi skulda­stöðu rík­is­sjóðs og rekstr­araf­komu er ekki enn ljóst hvernig tak­ast á að fjár­magna greiðslur vaxta og af­borg­ana.“

Um­sögn­in er veitt vel­ferðar­nefnd Alþing­is sem hef­ur til um­fjöll­un­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu Kristjáns L. Möller og þrett­án annarra þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar um fjár­mögn­un bygg­ing­ar nýs Land­spít­ala. Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar tel­ur að verk­efn­in sem nefnd­in á að vinna séu á verksviði fram­kvæmda­valds­ins en ekki Alþing­is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert