Rúmlega 5000 samningar nýttir

Fasteignamat hefur stórhækkað við Skólavörðustíg.
Fasteignamat hefur stórhækkað við Skólavörðustíg. Styrmir Kári

Þjóðskráin notaði gögn um leigusamninga, meðal annars frá góðærisárunum 2006 og 2007, og nýtti þá til viðmiðunar til að gera nýtt fasteignamat.

Hið nýja fasteignamat hefur mætt töluvert harðri gagnrýni frá verslunareigendum enda hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu öllu um 12,4% á milli ára.

Leigusamningar, kaupsamningar og skráningarupplýsingar um eignir eru notaðir til þess að smíða tölfræðilíkön sem eiga að endurspegla gangverð í febrúar 2014 sem lögum samkvæmt er það sem fasteignamat skal miðað við. Við gerð líkansins voru notaðir samningar frá góðærisárunum 2006 og 2007 sem verslunareigendur eru margir hverjir ósáttir við, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert