Vill láta reka framkvæmdastjóra Strætó

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. mbl.is/Golli

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, lagði fram tillögu á fundi borgarráðs í gær að borgarráð beini því til stjórnar Strætó bs. að segja upp framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum keypti Strætó Mercedes Benz-jeppa á annan tug milljóna fyrir framkvæmdastjórann, Reyni Jónsson. Málið var ekki borið undir stjórn Strætó og Strætó gert í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar að skila bifreiðinni.

Tillaga Sveinbjargar:

„Framkvæmdastjóri Strætó bs. ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana skv. eigendastefnu. Ljóst  er að hann fer út fyrir valdsvið sitt er hann festir kaup á bifreið til eigin nota án heimildar stjórnar til slíks, þó svo að þeirri ákvörðun hafi nú verið snúið við og bifreiðinni skilað, sbr. fundargerð frá 5. nóvember 2014  Í ljósi þess trúnaðarbrests sem átt hefur sér stað og þeirrar ábyrgðar sem framkvæmdastjóri ber, m.a. skv. lögum og eigendastefnu, þá er það tillaga Framsóknar og flugvallarvina að borgarráð beini því til stjórnar Strætó bs. að hlutast til um uppsögn ráðningasamnings við framkvæmdastjóra, þar sem honum sé ekki lengur stætt á að gegna stöðu framkvæmdastjóra áfram.“ <a href="/frettir/innlent/2014/11/08/straeto_skilar_bil_framkvaemdastjora/" target="_blank">Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra</a> <a href="http://reykjavik.is/fundargerd/fundur-nr-5338" target="_blank">Fundargerð borgarráðs</a>

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert