Hjón byggja 472 íbúðir

Tuttugu fjárfestar koma að fjármögnun ríflega 1.400 nýrra íbúða í …
Tuttugu fjárfestar koma að fjármögnun ríflega 1.400 nýrra íbúða í Reykjavík mbl.is/Golli

Hópur tuttugu fjársterkra einstaklinga er leiðandi í byggingu nýrra íbúða miðsvæðis í Reykjavík. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins koma umræddir einstaklingar að fjármögnun 1.415 íbúða og er hluti íbúðanna þegar kominn í sölu.

Hjónin Helen Neely og Þorvaldur H. Gissurarson, eigendur ÞG Verks, eru umsvifamest á þessum lista. Þau koma að byggingu 384 íbúða í Reykjavík, auk þess sem félag þeirra er að byggja 88 íbúðir í Garðabæ. Samanlagt eru það 472 íbúðir.

Miðað við að söluverð hverrar nýrrar íbúðar sem fjárfestarnir 20 koma að sé 35 milljónir króna, sem er varlega áætlað, er söluverðmæti íbúðanna um 50 milljarðar króna. Meðal fjárfestanna 20 eru tvenn hjón, auk þess sem tvær konur þar eru giftar þekktum athafnamönnum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert