„Jæja, Hanna Birna“

Frá mótmælum á Austurvelli mánudaginn 10. nóvember sl.
Frá mótmælum á Austurvelli mánudaginn 10. nóvember sl. mbl.is/Árni Sæberg

Enn boðar Jæja-hópurinn til mótmæla á Austurvelli. Mótmælt verður á Austurvelli nk. mánudag frá kl. 17. 

„Mætum og krefjumst þess að stjórnmálamenn sýni samhygð og axli ábyrgð. Krefjumst þess að yfirvöld berjist fyrir réttindum allra en ekki bara fjársterkra hagsmunahópa. Við búum í samfélagi, ekki einkahlutafélagi! Það þarf að „leiðrétta“ allt samfélagið og byrja á grunnstoðum landsins! Það er reiði í samfélaginu sem þarf að finna farveg og ríkisstjórnin þarf að taka mark á henni og hlusta,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins sem gengur undir nafninu Jæja, Hanna Birna! Mótmælafundur á Austurvelli. 

Illugi Jökulsson og Bragi Páll Sigurðsson, höfundur greinarinnar Ísland er ónýtt, flytja ávörp. „Hemúllinn“ verður á staðnum og Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir stýrir fundi, segir einnig á Facebook-síðunni. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert