„Jæja, Hanna Birna“

Frá mótmælum á Austurvelli mánudaginn 10. nóvember sl.
Frá mótmælum á Austurvelli mánudaginn 10. nóvember sl. mbl.is/Árni Sæberg

Enn boðar Jæja-hóp­ur­inn til mót­mæla á Aust­ur­velli. Mót­mælt verður á Aust­ur­velli nk. mánu­dag frá kl. 17. 

„Mæt­um og krefj­umst þess að stjórn­mála­menn sýni sam­hygð og axli ábyrgð. Krefj­umst þess að yf­ir­völd berj­ist fyr­ir rétt­ind­um allra en ekki bara fjár­sterkra hags­muna­hópa. Við búum í sam­fé­lagi, ekki einka­hluta­fé­lagi! Það þarf að „leiðrétta“ allt sam­fé­lagið og byrja á grunnstoðum lands­ins! Það er reiði í sam­fé­lag­inu sem þarf að finna far­veg og rík­is­stjórn­in þarf að taka mark á henni og hlusta,“ seg­ir á Face­book-síðu viðburðarins sem geng­ur und­ir nafn­inu Jæja, Hanna Birna! Mót­mæla­fund­ur á Aust­ur­velli. 

Ill­ugi Jök­uls­son og Bragi Páll Sig­urðsson, höf­und­ur grein­ar­inn­ar Ísland er ónýtt, flytja ávörp. „Hemúll­inn“ verður á staðnum og Sig­ríður Bylgja Sig­ur­jóns­dótt­ir stýr­ir fundi, seg­ir einnig á Face­book-síðunni. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert