Umhverfisstofnun hefur borið saman loftmengun frá fimm fyrirhuguðum kísilverkefnum á Íslandi, og er mikill munur á loftmengun á milli einstakra verkefna.
Framleiðsluferli verksmiðjanna er mismunandi og sker Silicor Materials á Grundartanga sig úr, þar sem þróuð hefur verið ný tækni sem fyrirtækið er með einkaleyfi fyrir.
Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að talið hafi verið að starfsemi fyrirtækisins sé afar mengandi. Það hafi verið á misskilningi byggt. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var að framleiðslan væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.