Reykingafólk fær ekki að kveikja sér í rafsígarettum um borð í flugvél, í kvikmyndahúsum eða eftir dýrindismáltíð á veitingahúsum.
Þessi nýja tegund af sígarettum hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og annars staðar í heiminum enda segja erlendar auglýsingar að engin lykt og enginn reykur fylgi notkun, aðeins gufa.
Samkvæmt upplýsingum frá WOW-air og Icelandair mega farþegar ekki kveikja sér í rafsígarettum um borð í vélum félaganna. Umræðan hefur ekki verið tekin hjá Samtökum veitinga- og gistihúsa, en þar fengust þau svör að slík hegðun væri svolítið taktlaus.