Sagðist heita Solla stirða

Konan vildi hvorki gefa upp nafn né kennitölu en sagðist …
Konan vildi hvorki gefa upp nafn né kennitölu en sagðist þó heita Solla stirða. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Eldri kona var handtekin í Hafnarfirði rétt eftir klukkan eitt í nótt en hún hafði neitað að greiða fyrir leigubifreið. Konan var mjög ölvuð og reyndi að sparka í lögreglumenn sem komu á vettvang.

Þá vildi konan ekki gefa upp nafn eða kennitölu, en sagðist þó heita Solla stirða. Konan var vistuð í fangageymslu á meðan ástand hennar lagast og þar til hægt verður að ræða við hana.

Þá var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við bensínstöðina Orkuna um hálfellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hafði hann ekki endurnýjað ökuréttindi sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka