Eitt allsherjar ófremdarástand

Skurðlæknar að störfum.
Skurðlæknar að störfum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Skurðlækna­fé­lag Íslands mun hefja verk­fallsaðgerðir á morg­un og munu þær standa yfir fram á fimmtu­dag. Næsti fund­ur í kjara­deil­unni er ekki boðaður fyrr en á miðviku­dag.

Tæp­lega 90 lækn­ar eru í fé­lag­inu og falla all­ar skipu­lagðar aðgerðir niður þá daga sem verk­fallið stend­ur yfir. Aðeins bráðatil­vik­um verður sinnt þessa daga. 

Lilja Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri á skurðlækn­inga­sviði Land­spít­al­ans seg­ir skurðlækn­inga­sviðið vera það svið spít­al­ans sem finn­ur hvað mest fyr­ir áhrif­um verk­falls­ins. „Sum­ir ung­lækn­arn­ir okk­ar eru í lækna­fé­lag­inu, skurðlækn­arn­ir eru í skurðlækna­fé­lag­inu og svo eru svæf­inga­lækn­arn­ir á aðgerðasviði, svo all­ir verk­falls­liðir hafa áhrif á þá sem þurfa skurðaðgerðir. Þetta yf­ir­tek­ur alla starf­semi.“

Þá seg­ir hún heild­aráhrif verk­falls­ins vera mjög um­fangs­mik­il. „Þetta er eitt alls­herj­ar ófremd­ar­ástand,“ seg­ir hún. „Heild­aráhrif­in eru þau að fyr­ir hvern ein­asta dag sem ekki er unnið af fullu blasti þá lengj­ast biðlist­arn­ir sem því nem­ur.“

Lilja seg­ir það skapa gríðarlegt álag á bæði sjúk­linga og starfs­fólk að láta þetta ganga upp. „En fólk ger­ir það á eins ábyrg­an hátt og það get­ur frá degi til dags.“ Þá seg­ir hún af­leiðing­ar verk­falls­ins vera mikl­ar, og lang­an tíma muni taka að byggja kerfið upp að nýju.

Á vef Land­spít­al­ans er farið ít­ar­lega yfir áhrif verk­falls­ins á deild­ir spít­al­ans. Þar seg­ir að helstu áhrif verk­falla á skurðlækn­inga­sviði séu eft­ir­far­andi:

  • Starf­semi bráðal­egu­deilda verður eins og um helg­ar. Öllum bráðatil­vik­um verður sinnt eins og venju­lega þessa verk­falls­daga.
  • Starf­semi á skurðstof­um miðast við bráðastarf­semi.
  • Göngu­deild­ir skurðlækna verða lokaðar dag­ana 18-20. nóv­em­ber. Und­ir þær heyra göngu­deild al­mennra skurðlækna (10E), göngu­deild þvag­færa­lækn­inga (11A), göngu­deild bæklun­ar­lækn­inga (G3), göngu­deild háls-, nef- og eyrna­lækn­inga HNE (B3), göngu­deild lýta­lækn­inga (B3), göngu­deild æðask­urðlækn­inga og göngu­deild heila- og tauga­sk­urðlækn­inga (B3). Göngu­deild­ar­kom­ur til annarra en lækna hald­ast óbreytt­ar.
  • Ekki verður hægt að und­ir­búa sjúk­linga fyr­ir aðgerð á innskrift­armiðstöð (10E og B3) verk­falls­dag­ana. Símainnskrift svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræðinga verður í eðli­leg­um far­vegi. 

Eins og fram hef­ur komið fer Skurðlækna­fé­lag Íslands fram á upp und­ir 100% hækk­un á grunn­laun­um ný­út­skrifaðra sér­fræðinga í kjaraviðræðum við ríkið. 

Fé­lagið fer fram á að laun skurðlækna hér á landi verði svipuð og þau eru í ná­granna­lönd­un­um. Ekki er óal­gengt að ný­út­skrifaður sér­fræðing­ur í Svíþjóð fái 60 til 70 þúsund sænsk­ar í laun á mánuði, en það er rétt rúm millj­ón í ís­lensk­um krón­um. Ný­út­skrifaður sér­fræðing­ur á Íslandi er með um hálfa millj­ón í grunn­laun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka