Verkfall lækna á heilsugæslustöðvum hefur ekki haft mikil áhrif á störf bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi framan af degi en gert hafði verið ráð fyrir auknum straumi vegna aðgerða lækna. Þetta segir Bára Benediktsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra bráðasviðs, í samtali við mbl.is en þrátt fyrir það hefur verið mikill erill á deildinni enda geta mánudagar verið annasamir á bráðadeild.
Sama staða verður uppi á teningnum á morgun og fjölgi sjúklingum vegna þess segir hún ljóst að það þurf að forgangsraða en tugir pantaðra tíma féllu niður bara á Heilsugæslustöðinni í Glæsibæ í dag.