Bjartsýni lækna farin að minnka

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fresta þurfti 27 aðgerðum og um 200 rannsóknum á Landspítalanum í gær vegna verkfallsaðgerða lækna á rannsóknar-, kvenna- og barnasviði spítalans, sem hófust á miðnætti í fyrrakvöld og munu standa fram til miðnættis í nótt.

Nokkuð var um að vera á Bráðamóttökunni og hjá Læknavaktinni, en samkvæmt heimildum blaðsins var þó ekki meira annríki þar en búast mætti við á þessum árstíma. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar og munu þær standa fram í miðjan desember.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, sagði í samtali við mbl.is í gær að hljóðið í starfsfólki væri þungt. Mikill niðurskurður hefði gert það að verkum að spítalinn ætti erfitt með að mæta óvæntum áföllum eins og þeim sem gengju yfir núna, og væri nýting á rúmum og skurðstofum nánast hundrað prósent nú þegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka