Kennarar í MA og VMA lögðu niður störf

Gamli skóli - eitt húsa Menntaskólans á Akureyri.
Gamli skóli - eitt húsa Menntaskólans á Akureyri. Sigurður Bogi Sævarsson

Kennarar í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum lögðu niður störf kl. 14:00 í dag til að sýna tónlistarkennurum stuðning í verki. Þetta kemur fram á Vikudegi. Tónlistarkennarar hafa verið í verkfalli í fjórar vikur en stíft hefur verið fundað í morgun í kjaradeilunni.

Guðjón H. Hauksson, formaður Kennarafélags MA, segir í samtali við Vikudag að kennarar skólanna beggja muni ganga niður að Hofi kl. 14:00 og taka þátt í gjörningi á vegum tónlistarkennara.

"Við viljum virkja kennara í báðum skólum til þess að vera með og höfum rætt það líka að hafa meðferðis KÍ-fánann okkar stóra og þau flögg sem við náðum að bjarga eftir 1. maí. Þetta mun þá væntanlega þýða að við sleppum þremur síðustu tímum dagsins. Okkur rennur blóðið til skyldunnar að sýna stuðning í verki" segir Guðjón við Vikudag.

Nánar á vef Vikudags

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert