Meirihlutinn að gleyma atvinnulífinu

Borgarstjórnarfundur hófst klukkan 14 í dag og stendur hann enn.
Borgarstjórnarfundur hófst klukkan 14 í dag og stendur hann enn. mbl.is/Ómar

Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að ekki sé meira tillit tekið til atvinnulífsins og að meirihlutinn sé að gleyma atvinnulífinu, eingöngu sé einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði en skortur er á lóðum fyrir atvinnulífið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, en rætt var um húsnæðisuppbyggingu Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í dag.

Halldór segir að það sé eingöngu einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði sem sé mikilvægt en það þurfi að sinna atvinnulífinu líka því atvinnulífið sé grunnurinn að búsetu og lífsgæðum í borginni.

Fram kemur, að Halldór hafi einnig talað um að stærri hópur vildi eiga sitt húsnæði og það væri mjög mikilvægt að stuðla að því að fólk geti keypt húsnæði á sómasamlegu verði. Fólk verði að hafa alvöru val í húsnæðismálum.

Hann nefndi ennfremur, að það þyrfti meiri samkeppni á leigumarkaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert