Drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hafa verið birt til umsagnar. Frumvarpið er samið af starfshópi sem velferðarráðherra skipaði til verksins haustið 2012 í samræmi við ályktun Alþingis. Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember.
Samkvæmt frumvarpinu verður staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni heimiluð að tilteknum skilyrðum uppfylltum en bann lagt við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni.
Frumvarpið skiptist í eftirtalda átta kafla;
Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri leiddi starf hópsins til mars 2014 en þá tók Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík við formennsku. Aðrir nefndarmenn eru Hrefna Friðriksdóttir, dósent við Háskóla Íslands og Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Starfsmaður hópsins er Laufey Helga Guðmundsdóttir lögfræðingur. Með hópnum starfar einnig Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneyti.
Starfshópurinn mun fara yfir þær umsagnir sem berast og mögulega gera breytingar á frumvarpsdrögunum vegna þeirra. Áætlað er að skila heilbrigðisráðherra frumvarpinu fullbúnu af hálfu nefndarinnar um miðjan janúar 2015.
Umsagnir skal senda með tölvupósti á netfangið; postur@vel.is og rita í efnislínu: Umsögn um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun.
Hér má lesa lagafrumvarpið í heild.