Mikil lækkun á verði þotueldsneytis mun á næstunni að óbreyttu leiða til lægri flugfargjalda. Þetta er mat Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair.
Tilefnið er að verð á þotueldsneyti hefur tekið snarpa dýfu síðustu mánuði. Tonnið kostaði yfir þúsund dali 20. júní en kostaði 778 dali sl. föstudag. Það er yfir 20% lækkun.
Á sama tímabili hefur tunnan af hráolíu í Bandaríkjunum lækkað úr ríflega 107 dölum niður í tæplega 76 dali, eða um 30% á fáum mánuðum. Lækki verð á flugmiðum hefur það áhrif til lægri verðbólgu, að því er fram kemur í umfjöllun um lækkun á flugeldsneyti í Morgunblaðinu í dag.