Skýrslutökur enn í gangi

Eldgosið í Holuhrauni
Eldgosið í Holuhrauni mbl.is/Rax

Lögreglan hefur tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum vegna rannsóknar á þyrluflugi inn á lokað svæði við eldgosið í Holuhrauni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé enn til rannsóknar og fátt hægt að segja um rannsóknina að svo stöddu.

Það var lögreglan á Húsavík sem lagði fram kæru í málinu eftir að myndband sem sýndi kaupsýslukonuna Gogu Ashkenazi við eldgosið. Öll umferð við eldstöðvarnar eru bönnuð og því um brot á þeim reglum að ræða.

Samkvæmt fréttum RÚV og Iceland  Weather Report um málið sést í þyrlu frá Reykjavík Helicopters í myndskeiðinu sem hefur nú verið fjarlægt af netinu.

Upplýsingar um Ashkenazi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert