Aðför að notendum fjölskyldubílsins

Horft norður Grensásveg. Lagt er til að ein akrein verði …
Horft norður Grensásveg. Lagt er til að ein akrein verði í hvora átt frá Bústaðavegi að Miklubraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ólafur Kr. Guðmundsson, varamaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, telur að núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur sé í markvissri eyðileggingarstarfsemi á samgöngukerfi borgarinnar.

Hann segir að Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi sagt ósatt hér í Morgunblaðinu sl. laugardag, þegar hann sagði að tillagan um þrengingu Grensásvegar frá Miklubraut að Bústaðavegi til borgarráðs væri bara fyrsta hugmynd sem síðan ætti að nota til að hanna verkefnið og setja svo í kynningu.

Í gögnunum komi berlega í ljós að þetta sé búið að vera í vinnslu frá fyrri hluta árs 2012 þar sem þetta var lagt fram til kynningar 7. júní 2012. Í þeim gögnum standi að þetta sé til kynningar, en nú sé erindið til afgreiðslu, að því er fram kemur í samtali við Ólaf um fyrirhugaðar breytingar á Grensásvegi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert