Dúnsængur njóta ekki tollfríðinda

Æðarfugl á hreiðri.
Æðarfugl á hreiðri. mbl.is/Golli

„Allar tuskur og vefnaðarvörur eru inni í samningnum en sængur eru það ekki,“ segir Elías Gíslason hjá EG heildverslun en fyrirtækið ætlaði sér að nýta sér tollafríðindi í fríverslunarsamningi við Kína til þess að flytja út æðardúnsængur til landsins.

„Þetta er alveg furðulegt og ég skil ekki hvernig svona getur komið upp. Ég hef sjálfur flutt inn sængur frá Kína og borgað toll af þeim og því gengur þetta að sjálfsögðu í báðar áttir,“ segir Elías.

Hann segist ekki hafa fengið skýringu á því hvers vegna málum sé svo háttað, en þegar leitað var til utanríkisráðuneytisins kom fram að ekki hefði verið felldur niður tollur á æðardún að beiðni kínverskra stjórnvalda. Við samningagerðina voru ekki felldir niður tollar á einstaka vöruflokka. Þannig lögðu íslensk stjórnvöld áherslu á að viðhalda tollavernd á landbúnaðarvörum en kínversk á iðnaðarvöru, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert