Einar í vinnuheimsókn í Washington

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, er staddur í vinnuheimsókn í Washington höfuðborg Bandaríkjanna og stendur heimsóknin til 21. nóvember.

Fram kemur á vefsíðu Alþingis að Einar muni meðal annars funda með öldungadeildarþingmönnunum Bob Corker frá Tennessee, Angus King frá Maine og Lisu Murkowski frá Alaska. Einnig fundi hann með þingmanninum Dana Rohrabacher frá Kaliforníu sem er formaður fulltrúadeildarnefndar um málefni Evrópu.

„Forseti Alþingis mun jafnframt hitta að máli fulltrúa frá National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) og National Fisheries Institute (NFI). Þá hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, þegið boð Heritage-hugveitunnar um að vera aðalræðumaður á hádegisverðarfundi og gera grein fyrir málefnum norðurslóða og tækifærum á samvinnu Íslands og Bandaríkjanna sem gegna formennsku í Norðurskautsráðinu á næsta ári,“ segir á vefsíðu þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert