Fulltrúi Eflingar mátti ekki sitja fund

Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi
Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi Ómar Óskarsson

Tólf pólskir starfsmenn sjá um þrif á um 26 þúsund fermetra svæði á Landspítalanum. Að því er kemur fram á heimasíðu Eflingar hefur mikil ólga verið hjá starfsmönnunum að undanförnu vegna álags og bágra kjara og óskaði starfsfólkið nýlega eftir fundi með yfirmönnum ræstingarfyrirtækisins ásamt túlki og fulltrúa Eflingar.

Var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundinum.

„Ótrúlegt atvik og mikil vanvirða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Eflingar á fundinum. Sér í lagi þar sem enginn trúnaðarmaður er á staðnum og starfsmenn þekkja síður rétt sinn vegna tungumálaörðugleika,“ segir í frétt á heimasíðu Eflingar en starfsmennirnir ellefu sem mættu á fundinn yfirgáfu hann þegar þetta kom í ljós. 

Ræddi fulltrúi Eflingar við starfsmennina með aðstoð túlks. Að loknu samtalinu var ákveðið að full ástæða væri til að skoða málið betur og er það nú til meðferð hjá lögmönnum og forystumönnum Eflingar, líkt og segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert