Reporters without borders, eða Fréttamenn án landamæra, birtu í dag fréttatillkynningu á heimasíðu sinni þar sem fjallað er um stöðu upplýsingafrelsis á Íslandi. Þar kemur fram að samtökin hafi áhyggjur af minnkandi upplýsingafrelsi hérlendis og segir að það hafi minnkað stöðugt frá efnahagshruninu 2008.
Sagt er frá því að Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra hafi stefnt blaðamönnunum Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir ummæli í frétt DV þar sem Þórey er sögð bera ábyrgð á leka á minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu.
Jafnframt er sagt frá því að blaðamennirnir hafi leiðrétt fréttina aðeins nokkrum tímum síðar og gefið út afsökunarbeiðni í formi fréttatilkynningar.
Sagt er síðan frá því að maðurinn sem blaðamennirnir tveir nafngreindu sem ábyrgan fyrir lekanum eftir að þeir leiðréttu fréttina, Gísli Freyr Valdórsson hafi nú viðurkennt að hafa leikið minnisblaði um nígerískan hælisleitanda í fjölmiðla og jafnframt dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.
„Fréttamenn án landamæra harma það að Þórey muni sækjast eftir hámarksrefsingu yfir blaðamönnunum tveimur eða tveggja ára fangelsi og skaðabætur upp á þrjár milljónir króna sem og lögfræðikostnað upp á 900 þúsund krónur- því það setur hættulegt fordæmi þegar það kemur að upplýsingafrelsi á Íslandi,“ segir m.a. í tilkynningunni.
Þar kemur jafnframt fram, að stjórnmálamenn á Íslandi hafi haft neikvæmt áhrif á upplýsingafrelsi síðustu ár. Er sagt frá uppsögnum á RÚV í fyrra og mannabreytingum hjá fjölmiðlasamsteypunni 365.
Einnig er sagt frá ummælum þingkonunnar Vigdísi Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar um RÚV í viðtali á Bylgjunni í ágúst 2013. Þar gagnrýndi hún fréttastofu RÚV fyrir að vera hliðholl Evrópusambandinu og að of miklar fjárhæðir ríkissjóðs fari í RÚV.
„Þess háttar ummæli settu pressu á starfsfólk RÚV. 20% niðurskurður í framlögum til RÚV var tilkynntur í desember 2013 og í kjölfarið missti RÚV marga starfsmenn,“ segir m.a. í tilkynningunni.
Sagt er frá ummælum Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þar sem hann gagnrýnir RÚV og hvernig fréttastofan dró upp mynd af honum í einni frétt. „Í mars á þessu ári setti hann þau skilyrði til RÚV að hann myndi ekki birtast í viðtölum nema að hann fengi eintak af myndbandinu áður en það væri sett í loftið,“ segir í tilkynningunni.
Vigdís Hauksdóttir er aftur nefnd í tilkynningunni þegar sagt er frá Facebook færslu hennar síðan í febrúar 2014. Þar hvatti hún fólk til þess að hunsa Kvennablaðið eftir að það gagnrýndi þingkonuna. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi ummæli Vigdísar og sagði þau vera „tilraun til þess að hindra tjáningarfrelsi“