Krotað á „gimstein þjóðarinnar“

Krotað var á styttu Jóns Sigurðssonar á mánudag.
Krotað var á styttu Jóns Sigurðssonar á mánudag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Styttan af Jóni Sigurðssyni sem stendur á Austurvelli varð fyrir barðinu á veggjakroturum í mótmælum síðastliðinn mánudag.

Á hana var ritað með krít. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um eignaspjöll að ræða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það er farið fram á góða umgengni í skilmálunum fyrir mótmælum og þetta er ekki í samræmi við hana. Þetta var áréttað við leyfishafa mótmælanna,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að umgengni mótmælenda hafi að öðru leyti verið góð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert