Mannlaus trukkur olli miklu tjóni

Svona var umhorfs við Bernhanrd í dag.
Svona var umhorfs við Bernhanrd í dag. mbl.is

Mildi þykir að enginn hafi slasast þegar 18 hjóla trukkur með stórum tengivagni rann stjórnlaust frá Holtagörðum að verkstæði Bernhards við Vatnagarða á þriðja tímanum í dag. Flutningabifreiðin rakst á bifreiðar, ók niður brunahana og rakst á endanum á húsnæðið.

Ingvar Grétarsson, rannsóknarfulltrúi hjá Aðstoð og öryggi, fór á vettvang, en hann segir að ökumaður flutningabílsins hafi gleymt að setja bílinn í handbremsu þegar hann staðnæmdist og yfirgaf bifreiðina. 

Ingvar segir að trukkurinn hafi runnið beint áfram niður Vatnagarðana í átt að Sægörðum. Þar fór hann upp á gangstétt, rakst utan í tré, ekur niður brunahana og lendir í framhaldinu á bíl sem var kyrrstæður við stöðvunarskyldumerki.

„Hann ýtir honum þarna yfir gatnamótin og snýst síðan út af veginum þar fyrir framan. Síðan heldur hann áfram og fer inn á bílaplanið við húsið á endanum og þaðan yfir á Bernhards-planið. Lendir á tveimur bifreiðum þar og húsinu sjálfu,“ segir Ingvar.

Aðspurður segir Ingvar að ljóst sé að tjónið hlaupi á mörgum milljónum króna, en sem betur fer sakaði engan.

„Vörubíllinn er töluvert tjónaður og tvær bifreiðar eru ónýtar,“ segir Ingvar og bætir við að önnur þeirra hafi verið glæný og átti að afhenda hana nýjum eiganda nú síðdegis.

Málið er nú í höndum tryggingafélaga sem vinna að því að meta tjónið

mbl.is
Hér má sjá bifreið sem skemmdist.
Hér má sjá bifreið sem skemmdist. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert