Áhrif af gosinu geta orðið hrikaleg

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. mbl.is/RAX

„Þetta er svo gríðarlegt magn en al­mennt virðast menn ekki hafa gert sér grein fyr­ir al­vöru máls­ins þótt gosið hafi staðið í marga mánuði,“ seg­ir Jón­as Elías­son, prófess­or við Há­skóla Íslands um áhrif eld­goss­ins í Holu­hrauni, í sam­tali við Bænda­blaðið.

Jón­as seg­ir að upp að vissu marki geri brenni­steinn jarðvegi gróðri gott og á Íslandi sé þetta yf­ir­leitt inn­an marka þrátt fyr­ir eld­gos. Ef úr­koma komi hins veg­ar öll sem brenni­steins­mengað súrt vatn, þá þurfi virki­lega að velta fyr­ir sér af­leiðing­un­um. „Þá geta menn verið í vond­um mál­um,“ seg­ir Jón­as, við Bænda­blaðið.

Sam­kvæmt þessu er full ástæða til að hafa áhyggj­ur af mál­inu, seg­ir í grein Bænda­blaðsins. Ljóst er að um­hverf­isáhrif á líf­ríki Íslands geta orðið hrika­leg af gos­inu í Holu­hrauni.

Ef upp koma um 450 kg af brenni­steini á sek­úndu, þá þýðir það  um 27.000 kg á mín­útu eða 1.620.000 kg (ein millj­ón, sex hundruð og tutt­ugu þúsund kíló) á klukku­stund. Þar af leiðir að úr Holu­hrauni koma 38.880 tonn á sól­ar­hring. Í dag, 20. nóv­em­ber, hef­ur gosið í Holu­hrauni staðið í 52 daga.

Það þýðir, miðað við orð Jónas­ar Elías­son­ar, að gosið hef­ur skilað yfir tveim millj­ón­um tonna, eða 2.021.76 kg  af brenni­steins díoxíði út í and­rúms­loftið. Ef gosið stæði í heilt ár þýddi það að út­streymið yrði tæp­lega 14,2 millj­ón­ir tonna, seg­ir í frétt Bænda­blaðsins.

Frétt Bænda­blaðsins í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka