Einnar gáttar stefna skaðar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hefur náð þolmörkum. Um þetta eru flestir sammála og því er brýnt að leita lausna til framtíðar.“

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu tíu hagsmunaaðila, atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka á svæðinu sem nær yfir Vestfirði, Norðurland og Austfirði. Er þar skorað á stjórnvöld að beita sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opna þegar í stað aðra gátt inn í landið.

Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir annarri gátt inn í landið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert