Erum að dragast aftur úr

Frá sjávarútvegsráðstefnunni. Ráðherra sagði það þroskamerki að sjávarútvegurinn ætti svo …
Frá sjávarútvegsráðstefnunni. Ráðherra sagði það þroskamerki að sjávarútvegurinn ætti svo öflugan samráðs- og fræðsluvettvang og það sýndi betur en margt annað mikinn þrótt í atvinnugreininni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslend­ing­ar hafa dreg­ist aft­ur úr ná­grannaþjóðunum í út­flutn­ingi í sjáv­ar­út­vegi á síðustu árum. Á sama tíma og út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða Fær­ey­inga hef­ur tvö­fald­ast og Norðmanna þre­fald­ast hef­ur verðmæti út­fluttr­ar sjáv­ar­vöru frá Íslandi nán­ast staðið í stað.

Þetta sagði Kjart­an Ólafs­son, ráðgjafi hjá Markó Partners, í er­indi á Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni 2014 í gær, en um hana er fjallað í Morg­un­blaðinu í dag.

„Við höf­um of lengi verið föst í skot­gröf­um, svo sem um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið og að ein­hverju leyti í umræðum um hrun fjár­mála­kerf­is­ins og því ekki náð að sigla á þeirri miklu bylgju sem keppi­naut­ar okk­ar á markaðnum hafa gert,“ sagði Kjart­an í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann benti á að fyr­ir nokkr­um árum hefðu Íslend­ing­ar átt nokk­ur af stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um Evr­ópu. Það væri liðin tíð. „Þar af leiðandi erum við ekki eins öfl­ug­ir og at­kvæðamikl­ir á markaðnum og við vor­um,“ sagði Kjart­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert