Kvarta yfir ósanngjarnri samkeppni

Kvikmyndir og sjónvarpsefni eru í efra þrepi virðisaukaskattsins.
Kvikmyndir og sjónvarpsefni eru í efra þrepi virðisaukaskattsins. mbl.is/Árni Torfason

Nátengd form menningarefnis sitja ekki við sama borð við skattlagningu hér á landi. Þannig eru bækur og tónlist í neðra þrepi virðisaukaskatts, en kvikmyndir og sjónvarpsefni í efra þrepi.

Þetta segir í umsögn Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) um frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem liggur fyrir Alþingi.

Þá er bent á að um 25 prósent heimila hér á landi kaupi þjónustu Netflix og BSKYB en hvorugt fyrirtækið borgi hér virðisaukaskatt eða önnur gjöld. Þá sé ekki að sjá að sjónvarpsþjónustan Google Play eða tónlistarveitan Spotifty, sem báðar eru á markaði hér, standi skil á virðisaukaskatti. Þetta skekki verulega samkeppnisstöðu félagsmanna FRÍSK.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert