Aðförin að einkahjólinu

Guðmund­ur Kristján hef­ur und­an­farið hjólað Hverf­is­göt­una til og frá vinnu, allt frá því henni var breytt til að gera hjól­reiðamönn­um auðveld­ara að kom­ast leiðar sinn­ar um hana.

Hann hef­ur þó ít­rekað lent í því að bíl­um er lagt yfir hjóla- og göngu­stíg­inn, sem þving­ar hjólandi og gang­andi um­ferð út á ak­braut­ina. Hann hef­ur birt mynd­ir af þess­um hindr­un­um á twittersíðu sinni.

„Þetta er fyrst og fremst al­gengt á Hverf­is­göt­unni. Það er að ein­hverju leyti skilj­an­legt, það eru mikl­ar fram­kvæmd­ir í gangi þarna og mikið um að vera og mik­il upp­bygg­ing. Þar af leiðandi er mikið verið að lesta og losa. Mjög oft lok­ar þetta al­veg bæði hjóla­stígn­um og göngu­stígn­um. Ég held ég hafi náð mynd af ein­um sem lokaði næst­um stæði fyr­ir hreyfi­hamlaða, hjóla­stígn­um og göngu­stígn­um,“ seg­ir Guðmund­ur Kristján, hjól­reiðamaður.

Guðmund­ur hjól­ar Hverf­is­göt­una á hverj­um degi og seg­ist mjög ánægður með þær fram­kvæmd­ir sem hafa verið gerðar á henni. „Um­ferðin hef­ur auk­ist mjög mikið á henni, bæði hjólandi og gang­andi veg­far­enda. Þess­ir árekstr­ar mis­mun­andi ferðamáta setja svo­lítið svart­an blett á þetta.“

Sagt að halda bara kjafti

Hann seg­ir hvorki lög­reglu né stöðumæla­verði virðast hafa mann­skap til að skipta sér af bíl­um sem leggja á göngu- og hjóla­stíg­um. „Þegar maður ber þetta upp við öku­menn­ina sjálfa þá mæt­ir manni yf­ir­leitt bara skæt­ing­ur og hort­ug­heit. Þegar ég bendi sum­um leigu­bíl­stjór­um á að þeir séu bein­lín­is að beina gang­andi og hjólandi um­ferð út í ak­andi um­ferð, þá er manni bara sagt að halda kjafti,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Maður skil­ur auðvitað að at­vinnu­bíl­stjór­ar þurfi að koma vör­um að og frá upp­bygg­ing­ar­reit­um, versl­un­um og veit­inga­stöðum. Það er spurn­ing hvort þurfi að koma upp los­un­ar­stæðum eða eitt­hvað í þá veru. Það þarf að eiga sér stað sam­tal um þetta því eins og þetta er núna virðast þess­ir bíl­ar bara vera þarna nokk­urn veg­inn óáreitt­ir. Þegar það er rign­ing og rok og slæmt skyggni er manni ekk­ert vel við að fara út í um­ferðina.“ 

Þá hafi hann horft upp á for­eldra með barna­vagna þurfa að taka sveig út á ak­braut­ina til að kom­ast fram­hjá bíl­um á gang­stétt­inni. „Þá er manni nóg boðið.“

Nóg af bíla­stæðum í næsta ná­grenni

Guðmund­ur seg­ir að í mörg­um til­vik­um sé í raun nóg af bíla­stæðum rétt hjá þeim stöðum þar sem bíl­ar leggja á svæði hjólandi og gang­andi. „Jafn­vel hinum meg­in við göt­una í svona fimm metra fjar­lægð. Víðast hvar er­lend­is stoppa svona bíl­ar bara úti á götu og setja viðvör­un­ar­ljós­in í gang. Það myndi skapa meira ör­yggi. Það er ekk­ert mál fyr­ir bíla að sveigja fram­hjá öðrum bíl­um, það er al­vana­legt. Það horf­ir öðru­vísi við fyr­ir þá sem eru ekki inni í því ör­ugga stál­boxi sem bíl­ar eru.“ 

Hann seg­ir skiln­ings­leysi helstu ástæðuna fyr­ir þess­um árekstr­um. „Það hef­ur orðið gríðarleg aukn­ing í hjól­reiðum sér­stak­lega og breyt­ing­ar á ferðavenj­um borg­ar­búa. Það þurfa all­ir að hjálp­ast að við að smyrja þetta sam­an þannig að mis­mun­andi ferðamát­ar geti rúm­ast sam­hliða í götu­rým­inu, án þess að það séu svona óþarfa árekstr­ar,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Hjól­reiðamenn­ing­in þarf að auðvitað að batna að ein­hverju leyti líka og all­ir í mörg­um til­vik­um að taka meira til­lit. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu og viðhorfs­breyt­ing­ar, því þetta er bara að fara að aukast. Aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur miðar að því að hjól­reiðar auk­ist í borg­inni svo um mun­ar á næstu árum,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Hann bend­ir líka á að Hverf­is­gat­an sé óðum að lifna við með frá­bær­um veit­inga­stöðum og versl­un­um sem eiga hvergi bet­ur heima en á ný­upp­gerðri Hverf­is­göt­unni og þess vegna þarf að finna ásætt­an­lega lausn á lest­un­ar- og los­un­ar­mál­um fyr­ir versl­un og þjón­ustu.

Sekt­ar­her­ferð ekki lausn­in

Hann bend­ir á ferðavenju­könn­un sem birt­ist í Morg­un­blaðinu á fimmtu­dag­inn þar sem hann seg­ir kröf­ur borg­ar­búa skýr­ar:

„Þeir vilja minni bílaum­ferð og betri innviði fyr­ir hjól­reiðar og gang­andi og betri al­menn­ings­sam­göng­ur. Ég held að það sé ekki málið að fara í neina sekt­ar­her­ferð, það er ekki lausn­in. Hún er miklu frek­ar að auka fræðslu.“

„Í mörg­um borg­um á lest­un og los­un sér stað fyr­ir sjö á morgn­ana eða eft­ir sjö á kvöld­in þegar fólk er ekki að fara til og frá vinnu. Það hlýt­ur að vera hægt að finna lausn á þessu þannig að all­ir geti unað við sitt. Í dag rík­ir nokk­ur kergja og það viðhorf virðist vera verst hjá at­vinnu­bíl­stjór­um, að við hjól­reiðamenn­irn­ir séum frek­ir. Í ein­hverj­um til­vik­um er það ef­laust rétt, og hjól­reiðamenn rétt eins og aðrir öku­menn eiga að vanda sig í um­ferðinni,“ seg­ir Guðmund­ur.

Eins og staðan er í dag seg­ir Guðmund­ur hins veg­ar að ör­yggi gang­andi og hjólandi veg­far­enda sé oft stefnt í hættu á sér­merkt­um hjóla og göngu­leiðum og það á ekki að viðgang­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert