Ekið var á mann á Miklubraut nú fyrir skömmu. Maðurinn, sem að sögn vitnis var í annarlegu ástandi, hélt á stórum hamri eða sleggju, þar sem hann stóð á miðri götunni, þegar bifreið kom og var ekið á hann. Við það lenti maðurinn á framrúðu bílsins, en hann reis aftur upp og tók að öskra af miklum kröftum og hlaupa á móti umferð. Aftur var þá ekið á hann, en sú bifreið ók á brott eftir að hafa ekið á manninn.
Að sögn vitnisins átti atvikið sér stað á Miklubraut, nálægt höfuðstöðvum 365 í Skaftahlíð í Reykjavík.
Vitnið segir lögregluna hafa mætt á svæðið nokkrum mínútum seinna.