Ætla að byggja upp hótel og heilsulind í Hveradölum

Í Hveradölum.
Í Hveradölum. Mbl.is/Árni Sæberg

Hópur innlendra og erlendra fjárfesta undirbýr byggingu tveggja lúxushótela við Skíðaskálann í Hveradölum og að koma upp heitri heilsulind í Stóradal ofan við skálann.

Áætlanir gera ráð fyrir um 100 herbergja hótelbyggingum í tveimur áföngum og að framkvæmdir hefjist strax í vor, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fjárfestarnir ætla jafnframt að endurbyggja skíðalyftuna í Hveradölum og reka á svæðinu ferðaþjónustu allt árið um kring. Byggja á upp heit böð og potta, ásamt búningsaðstöðu. Fjármögnun verkefnisins liggur fyrir og búið er að gera leigusamning við Orkuveitu Reykjavíkur til næstu 50 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka