Mestu fjárframlög til LSH frá 2008

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í ræðu sinni á haust­fundi miðstjórn­ar Fram­sókn­ar á Hornafirði í dag að al­gjör um­skipti hefðu  orðið í land­inu á fjöl­mörg­um sviðum.

Nefndi hann sér­stak­lega niður­stöður skulda­leiðrétt­ing­ar­inn­ar sem til­kynnt­ar voru fyrr í mánuðinum. 

„Á inn­an við einu og hálfu ári er skulda­leiðrétt­ing­in kom­in til fram­kvæmda. Mál sem við fram­sókn­ar­menn höf­um bar­ist fyr­ir frá því í upp­hafi árs 2009. Mál sem við töld­um svo mik­il­vægt að við vor­um reiðubú­in til að gefa öðrum flokk­um tæki­færi til að stjórna í minni­hluta­stjórn gegn því skil­yrði að ráðist yrði í aðgerðina,“ sagði Sig­mund­ur í ræðu sinni.

Í ræðunni sagði Sig­mund­ur jafn­framt frá því að fjár­fram­lög til Land­spít­al­ans á næsta ári verða þau mestu frá ár­inu 2008 og þá ekki aðeins í krónu­tölu held­ur að raun­v­irði á föstu verðlagi. 

„Við erum að kom­ast í stöðu til að bæta í og halda áfram end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins. Það er þó mik­il­vægt að ekki gleym­ist í þeirri umræðu allri að þótt Land­spít­al­inn sé gríðarlega mik­il­væg stoð í heil­brigðis­kerf­inu er hann ekki heil­brigðis­kerfið allt,“ sagði Sig­mund­ur.

Sig­mund­ur sagði frá því að nú stæði yfir vinna við fjár­lög næsta árs á Alþingi og að eft­ir helgi yrðu kynnt­ar til­lög­ur um breyt­ing­ar vegna annarr­ar umræðu fjár­laga. Sagði hann að þar væri von á góðum frétt­um og ekki bara á sviði heil­brigðismála. Jafn­framt sagði hann að sá agi sem ný rík­is­stjórn inn­leiddi í rík­is­fjár­mál­un­um væri þegar byrjaður að skila sér.

„Nú í byrj­un nýrr­ar viku mun­um við sjá að traust­ari stoðum verður rennt und­ir fjöl­mörg mik­il­væg verk­efni og stofn­an­ir rík­is­ins. Þannig munu heil­brigðis- og mennta­stofn­an­ir fá auk­in fram­lög en einnig aðrar grunnstoðir eins og Land­helg­is­gæsl­an og mik­il­væg verk­efni á borð við lýðheilsu­átak og byggðamál,“ sagði Sig­mund­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert