Vill rýma Alþingishúsið

Vagna Sólveig Vagnsdóttir, alþýðulistakona á Þingeyri.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir, alþýðulistakona á Þingeyri. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Vagna Sól­veig Vagns­dótt­ir, alþýðulista­kona á Þing­eyri, vill láta rýma Alþing­is­húsið og flytja þing­heim í annað hús. „Ég veit ekki hvað veld­ur því en Alþing­is­húsið er sýkt. Þar er eitt­hvað á reiki. Það sést best á því að menn geta ekki breytt sín­um hugs­un­ar­hætti inni í þessu húsi,“ seg­ir hún. 

„Hef­urðu veitt því at­hygli hvað fólk breyt­ist þegar það tek­ur sæti á Alþingi? Við það eitt að koma inn í Alþing­is­húsið. Það er eins og all­ir setji upp grímu og byrji að tala öðru­vísi en þeir gerðu áður en þeir komu þangað inn. Fólk er stífara, þvingaðra og ekki það sjálft. Það þarf eng­inn að segja mér að þing­menn hegði sér svona utan þingsal­ar­ins,“ held­ur hún áfram.

Marg­ir út­varps­hlust­end­ur kann­ast við Vögnu Sól­veigu en hún hef­ur hringt í Næt­ur­vakt­ina á Rás 2 um hverja helgi í meira en tvo ára­tugi og það var fyrst og fremst bar­áttu henn­ar að þakka að þátt­ur­inn var reist­ur upp frá dauðum síðastliðið sum­ar.

„Það er ró­legt hjá mér á dag­inn hérna fyr­ir vest­an, ég hef lítið annað fyr­ir stafni en að prjóna og þá er ágætt að horfa á út­send­ing­ar frá Alþingi. Ég næ reynd­ar ekki Alþing­is­rás­inni en get horft á þing­fundi þangað til aug­lýst dag­skrá hefst í Rík­is­sjón­varp­inu. Og ég sé að eitt­hvað amar að. Ég þarf eig­in­lega að fara að drífa mig suður á þing­palla, ég hef aldrei komið í Alþing­is­húsið. Ég myndi skynja þetta und­ir eins. Ég finn um leið og ég kem í hús hvort and­inn þar er góður eða ill­ur.“

Vagna Sól­veig viður­kenn­ir að Alþing­is­húsið sé fal­legt hús með mikla sögu en alþing­is­menn verði eigi að síður að fá vinnufrið. „Það hlýt­ur að mega finna annað hús, eða reisa nýtt. Það myndi marg­borga sig, stærstu ákv­arðanir sem varða þjóðina eru nú einu sinni tekn­ar á Alþingi og þing­heim­ur verður að geta hugsað skýrt. Það er ekki lítið í húfi.“

Í sam­tali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins ræðir Vagna Sól­veig ít­ar­lega um skyggni­gáfu, nún­ing sinn við aðra heima, end­ur­holdg­un og líf eft­ir dauðann.

Alþingishúsið er sýkt, að sögn Vögnu Sólveigar.
Alþing­is­húsið er sýkt, að sögn Vögnu Sól­veig­ar. Ómar Óskars­son
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert