Skjálfti að stærð 5,1 í Bárðarbungu

Eldgosið í Holuhrauni er enn í fullum gangi og sömu …
Eldgosið í Holuhrauni er enn í fullum gangi og sömu sögu er að segja um skjálftahrinuna í og við Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Stærsti skjálft­inn í Bárðarbungu síðastliðinn sól­ar­hring varð kl. 9.22 í morgun og mæld­ist hann 5,1 stig. Dregið hefur úr jarðskjálftum yfir 5 stig og er skjálftinn sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu síðan á sunnudaginn sl. Skjálftinn mældist á suðurbrún Bárðarbunguöskjunnar.

Þrjátíu og tveir skjálftar yfir 3 stig hafa mælst í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring. Að sögn  jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands er staðan að öðru leyti óbreytt og enn heldur áfram að gjósa í Holuhrauni.

Í dag er spáð hægum vindi og því má búast við gasmengun víða yfir norðanverðu og austanverðu landinu og á miðhálendinu, jafnvel í uppsveitir Suðurlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert