„Þetta kann að hafa áhrif og í dag er ekki gott að segja til um það hver þau kunna að verða, það verður að bíða frekari meðhöndlunar íslenskra dómstóla,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um lögmæti verðtryggingar hér á landi.
Hann segir það vissulega merkilegt að skýrt sé kveðið á um 0% viðmiðin á verðbólgu á lánstíma í álitinu sem var gert opinbert í dag. Hann leggur þó áherslu á að í meginatriðunum vísi dómstóllinn málunum heim til íslenskra dómstóla.
mbl.is fékk viðbrögð Bjarna við álitinu sem var birt í morgun.
Frétt mbl.is: Ekki má miða við 0% verðbólgu
Frétt mbl.is: Fullnaðarsigur íslenskra neytenda