„Við höfum setið töluvert eftir frá því að hrunið varð og miðað við stöðuna eins og hún er í dag erum við ekki samkeppnisfær um laun,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar og fyrrverandi formaður Samiðnar, um stöðuna í byggingargreinum hér á landi.
Hann bætir þó við að miðað við verkefnastöðuna sé von á bjartari tímum í byggingargreinum hér á landi.
Í Morgunblaðinu í dag vekur Finnbjörn jafnframt athygli á því að þeir byggingarmenn sem flutt hafa til Noregs á síðustu árum hafi enn sem komið er ekki skilað sér heim.