Kvikukerfi Bárðarbungu er flóknara en talið var

Enn er mikil virkni í Bárðarbungu
Enn er mikil virkni í Bárðarbungu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Þetta segir okkur að kvikukerfið undir Bárðarbungu er sennilega flóknara en menn héldu fyrst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Bráðabirgðaniðurstöður nýrra jarðskjálftamælinga í Bárðarbungu benda til þess að kvika sé nær yfirborðinu en talið hefur verið til þessa. Virðast skjálftarnir vera á um eins til þriggja kílómetra dýpi í stað fimm til átta.

Magnús Tumi segir niðurstöður bergfræðiathugana á þeirri kviku sem upp kemur í Holuhrauni benda til þess að kvikan sé komin af verulegu dýpi, eða minnst níu kílómetrum. Þá benda rannsóknir einnig til þess að botninn á öskju Bárðarbungu, sem sigið hefur að undanförnu, sé fremur þunnur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert