Próf sem aðlagast einstaklingunum

Samræmd próf í Álftamýrarskóla. Rafræn einstaklingsmiðuð próf gætu verið framtíð …
Samræmd próf í Álftamýrarskóla. Rafræn einstaklingsmiðuð próf gætu verið framtíð samræmdra prófa. Eyþór Árnason

Tölvustudd ein­stak­lings­miðuð próf eru næsta skrefið í þróun sam­ræmdra prófa í grunn­skól­um á Íslandi. Með slík­um próf­um þyrftu all­ir nem­end­ur ekki að svara öll­um sömu spurn­ing­un­um á próf­um held­ur fengju þeir spurn­ing­ar eft­ir hæfni sinni. Þetta kom fram í máli Arn­órs Guðmunds­son­ar, for­stöðumanns Náms­mats­stofn­un­ar, á kynn­ing­ar­fundi um þróun sam­ræmdra könn­un­ar­prófa í dag.

Ný hæfniviðmið sem inn­leidd hafa verið í 10. bekk hafa þegar gefið fyllri mynd af hæfni nem­enda sem þreyta sam­ræmd próf en Arn­ór seg­ir að tölvustudd próf sem taki mið af hæfni hvers og eins séu rök­rétt næsta skref í þróun sam­ræmdra prófa. Þau hafi þegar verið tek­in upp í Nor­egi og horfi menn hér á landi til reynsl­unn­ar þar.

Á tölvustuddu ein­stak­lings­miðuðu prófi væru fyrst lagðar fyr­ir nem­end­ur al­menn­ar spurn­ing­ar til að greina stöðu þeirra á viðkom­andi sviði. Á grund­velli frammistöðu þeirra á þeim spurn­ing­um væru þeir leidd­ir áfram á annað þrep þar sem frek­ari spurn­ing­ar sem lagaðar væru að þeirra hæfni væra lagðar fyr­ir til að ákv­arða nán­ar hæfni nem­end­anna.

Arn­ór sagði að próf af þessu tagi þýddu mikl­ar breyt­ing­ar á því hvernig sam­ræmd próf væru unn­in og lögð fyr­ir. Byggja þyrfti upp spurn­inga­banka og sann­reyna að spurn­ing­arn­ar mætu þá hæfni sem lagt er upp með. Hann tel­ur að þetta væri stærsta hindr­un­in við að koma slíku fyr­ir­komu­lagi á hér á landi, frek­ar en mögu­leg­ir tækniörðug­leik­ar.

Náms­mats­stofn­un er að vinna áætl­un um mögu­leg­an kostnað við að taka upp ein­stak­lings­miðuð próf af þessu tagi en Arn­ór seg­ir ljóst að það yrði dýrt. Það sé mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið sem þurfi skera úr um hvort að hægt sé að ráðast í það.

Hvað varða tækni­leg­ar hindr­an­ir benti Arn­ór á að PISA-könn­un­in sem fer fram á næsta ári verði ra­f­ræn. Þá verði hægt að kort­leggja hvernig skól­arn­ir séu í stakk bún­ir að leggja fyr­ir ra­f­ræn próf.

Einn mögu­leiki sem ra­f­ræn ein­stak­lings­miðuð próf byðu upp á væri að nem­end­ur gætu jafn­vel tekið próf­in heima hjá sér þegar þeir óskuðu eft­ir því og teldu sig til­búna til þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka