Talning í Skoruvíkurbjargi á Langanesi, sem Náttúrustofa Norðausturlands framkvæmdi í sumar, bendir til 42% fækkunar stuttnefju frá síðasta ári.
Hefur stuttnefju nú fækkað um 82% í Skoruvíkurbjargi á tímabilinu frá 1986 fram til ársins 2014. Haldi þessi þróun áfram bendir Náttúrustofa Norðausturlands á að stuttnefjur hverfi úr Skoruvíkurbjargi eftir um það bil fimm ár.
Á Vesturlandi er staðan orðin þannig að haldi þessi þróun áfram er líklegt að sjófuglarnir hverfi með öllu innan fárra áratuga með tilheyrandi tjóni fyrir lífríki og náttúru Vesturlands, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.