Milljarður í Landspítalann

Landspítali fær meira fé.
Landspítali fær meira fé. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framlög til Landspítalans munu að líkindum hækka um einn milljarð króna við aðra umræðu fjárlaga samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. Þetta er í samræmi við boðskap Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina.

Sigmundur sagði að framlög til heilbrigðis- og menntamála yrðu aukin. Einnig yrði aukið fé sett í Landhelgisgæsluna og fleiri stofnanir og verkefni ríkisins.

Í gær var upplýst að húsaleigubætur yrðu hækkaðar og auknu fé varið til að greiða niður lyf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur staðfest frétt Morgunblaðsins í gær um að neðra þrep virðisaukaskatts fari úr 7% í 11%, en ekki í 12 eins og áformað var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert