Skrifuðu undir samning

Sigrún Grendal.
Sigrún Grendal. mbl.is/Golli

Tón­list­ar­kenn­ar­ar skrifuðu und­ir kjara­samn­ing í nótt. Verk­falli hef­ur verið aflétt og í dag hefja tón­list­ar­skól­ar störf eft­ir um fimm vikna verk­fall.

 „Þessu er lokið, það er búið að skrifa und­ir samn­ing og aflétta verk­falli,“ sagði Sigrún Gren­dal, formaður Fé­lags tón­list­ar­kenn­ara í sam­tali við mbl.is í morg­un. „Nú geta tón­list­ar­nem­end­ur farið að leita að hljóðfær­un­um og kennslu­bók­un­um.“

 Samn­inga­nefnd­ir tón­list­ar­kenn­ara og sveit­ar­fé­lag­anna funduðu í alla nótt og það var ekki fyrr en á sjötta tím­an­um í morg­un að skrifað var und­ir samn­ing­inn. Hann verður nú bor­inn und­ir fé­lags­menn og mun niðurstaða kosn­inga um hann liggja fyr­ir hinn 8. des­em­ber.

Sigrún seg­ir að tón­list­ar­kenn­ar­ar megi vel við una við samn­ing­inn. „Þetta var brött brekka og erfiðir samn­ing­ar,“ seg­ir Sigrún. Hún seg­ir að nú verði samn­ing­ur­inn kynnt­ur fyr­ir fé­lags­mönn­um og því sé ekki hægt að upp­lýsa að svo stöddu um inni­hald hans. Hún vildi aðeins segja að samn­ing­ur­inn væri til skamms tíma.  „Þetta er ein­fald­ur samn­ing­ur.“

Sigrún bend­ir á að tón­list­ar­kenn­ar­ar hafi setið eft­ir í launaþróun annarra kenn­ara og að með samn­ingn­um telji hún að þeirri óheillaþróun hafi verið snúið við.

„Okk­ar helsta krafa var að fá launa­leiðrétt­ingu. Þegar maður kem­ur að samn­ings­borðinu í þriðja sinn og það hef­ur dregið í sund­ur milli okk­ar og annarra kenn­ara þá er auðvitað á bratt­ann að sækja. Þetta tók því á, verk­fall er erfitt. En ég held að tón­list­ar­kenn­ar­ar hafi minnt á sig og nú pöss­um við að halda mönn­um við efnið svo að við gleym­umst ekki og hrös­um aft­ur niður brekk­una.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert