Gosið sést vel á vefmyndavél

Eldgosið í Holuhrauni hefur staðið vikum saman.
Eldgosið í Holuhrauni hefur staðið vikum saman. mbl.is/Rax

Vel sést til eldgossins í Holuhrauni á vefmyndavél Mílu. Vélin skelfur að vísu aðeins, en sjá má eldstöðvarnar og glitra á hraunstrauminn líkt og perlufesti.

Hér er hægt að fylgjast með gosinu og líka hér.

Enn skelfur jörð við Bárðarbungu og hafa tæplega 90 skjálftar mælst síðasta sólarhringinn.

Stærsti skjálftinn frá því í gærmorgun varð í gærkvöldi kl. 23:26. Sá var 4,4 stig. Skjálfti sem mældist 4,2 stig varð kl. 14:11 í gær.

Það sem af er degi hafa nokkrir skjálftar á bilinu 3,9-4,1 mælst. Flestir skjálftarnir urðu við norðanverða brún Bárðarbunguöskjunnar utan sá sem varð kl. 14:11, hann var við suðausturbrúnina.

Undir norðanverðum ganginum hafa mælst um 10 skjálftar, allir innan við eitt stig að stærð.

Bárðarbunga er á sífellri hreyfingu.
Bárðarbunga er á sífellri hreyfingu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert