Lögreglan vill fá ný vopn

Sérsveit lögreglunnar að störfum. Mynd úr safni.
Sérsveit lögreglunnar að störfum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Andri Örn Víðisson

Embætti ríkislögreglustjóra ætlar að óska eftir að fá að kaupa ný vopn þar sem að þörf lögreglunnar fyrir þau hafi aukist. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Embættið undirbýr nú greinargerð til innanríkisráðherra.

Í svari Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, kemur fram að ákvörðun um að þiggja vopn frá Norðmönnum hafi verið tekin þar sem fyrir hafi legið mat á þörf lögreglu fyrir aukna getu til viðbúnaðar. Eftir að ákveðið var að skila vopnum sem Norðmenn sendu hafi komið upp sú staða að ekki væri gert ráð fyrir fjárheimildum til vopnakaupa lögreglunnar að sinni.

Viðbúnaðargeta almennu lögreglunnar til að takast á við vopnamál sé óforsvaranleg, búnaður sé úreltur, í takmörkuðu magni og þjálfun sé ófullnægjandi. Vísar Jón til þess að í könnun Landsambands lögreglumanna á meðal félagsmanna sinna árið 2012 hafi 70% þeirra talið vopnaþjálfun of litla og 83,5% hafi talið að vopn ættu að vera í lögreglubílum.

Frétt á vef RÚV um svar ríkislögreglustjóraembættisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert