Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum skora á Bjarna Benediktsson,formann Sjálfstæðisflokksins, að gera það að tillögu sinni að Unnur Brá Konráðsdóttir verði skipuð innanríkisráðherra.
„Unnur Brá hefur sýnt með verkum sínum að þar fer öflugur og dugandi þingmaður. Hún hefur með menntun sinni og fyrri störfum aflað sér víðtækrar og nauðsynlegrar þekkingar á þeim málaflokkum sem heyra undir ráðuneyti innanríkismála,“ segir í áskoruninni.
„Að mati undirritaðra er eðlilegt að fyrsti kostur við val á ráðherra sé þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi; höfuðvígi flokksins.“
Undir áskorunina skrifa:
Elliði Vignisson
Páley Borgþórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Trausti Hjaltason
Birna Þórsdóttir