Myndasyrpa RAX úr Nornahrauni

„Það er alltaf jafn stórbrotið og stórkostlegt að sjá eldgosið í Holuhrauni,“ sagði Ragnar Axelsson, ljósmyndari, eftir að hafa flogið þar yfir á miðvikudag. Ómar Ragnarsson, fréttamaður og flugmaður, var í annarri flugvél sem sést fljúga yfir gígbarminn, þá var þyrla frá Norðurflugi líka á staðnum.

Nýja hraunið, Nornahraun, er nú orðið 74 ferkílómetrar. Enn bullaði af krafti í gígnum Baugi og var ekki að sjá að gosinu væri að ljúka í bráð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert