Þessar virkjanir færu í nýtingarflokk

Þrjár virkjanirnar eru við Þjórsá.
Þrjár virkjanirnar eru við Þjórsá. mbl.is/RAX

Í breyt­inga­til­lögu Jóns Gunn­ars­son­ar, for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að átta virkj­an­ir skuli færðar í nýt­ing­ar­flokk. Sjö virkj­an­ir bæt­ast þar við Hvamms­virkj­un sem boðað var að skyldi fara í nýt­ing­ar­flokk; Há­göngu­lón I og II, Skrok­köldu­virkj­un, Hólmsá við Atley, Haga­vatns­virkj­un, Urriðafoss­virkj­un og Holta­virkj­un.

Hvamms­virkj­un, Urriðafoss­virkj­un og Holta­virkj­un eru við Þjórsá, Hvamms­virkj­un þeirra efst.

Jón Gunn­ars­son lagði fyr­ir hönd meiri­hlut­ans í at­vinnu­vega­nefnd fram breyt­inga­til­lögu í nefnd­inni í morg­un við þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Hvamms­virkj­un fari í nýt­ing­ar­flokk. Gef­inn var viku um­sagn­ar­frest­ur. Breyt­ing­ar­til­lag­an verður svo rædd sam­hliða 2. umræðu um þings­álykt­un­ar­til­lög­una. 

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, full­trúi VG í at­vinnu­vega­nefnd og vara­formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir breyt­inga­til­lög­una fela í sér van­traust á verk­efn­is­stjórn um þriðja áfanga ramm­a­áætl­un­ar.

Ígildi van­trausts­yf­ir­lýs­ing­ar

„Við mót­mæl­um harðlega þess­um vinnu­brögðum og telj­um að það sé verið að lýsa van­trausti á verk­efna­stjórn og fara út fyr­ir lag­aramma um vernd og nýt­ingu landsvæða.“ 

„Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, um­hverf­is- og auðlinda­herra, óskaði eft­ir því að verk­efna­stjórn­in tæki sér­stak­lega til skoðunar þessa átta kosti og skilaði til­lög­um um þá sem fyrst. Það var mik­il pressa á verk­efna­stjórn að skila þeim til­lög­um. Hún taldi sig ein­göngu hafa næg gögn til þess að meta Hvamms­virkj­un þannig að hún gæti farið í nýt­ing­ar­flokk en taldi sig ekki hafa nægi­leg gögn til að styðja fag­lega niður­stöður eða til­lög­ur um aðra kosti sem lagðir voru til. Það hefði enda ekki gef­ist næg­ur und­ir­bún­ing­ur til að fag­hóp­ar gætu hafið þá rann­sókn,“ seg­ir Lilja Raf­ney.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert