Gert að hætta samstundis og yfirgefa vinnustaðinn

Ólafsvík séð til vesturs,
Ólafsvík séð til vesturs, Mats Wibe Lund

Fyr­ir nokkr­um dög­um var tveim­ur kon­um sem störfuðu í úti­búi Lands­bank­ans í Ólafs­vík sagt upp störf­um. Mannauðsstjóri Lands­bank­ans, Bald­ur G. Jóns­son, fór vest­ur í Ólafs­vík og í lok starfs­dags voru kon­urn­ar kallaðar á hans fund, þeim sagt upp og gert að yf­ir­gefa banka­úti­búið þegar í stað. Önnur kon­an hef­ur starfað í bank­an­um í ára­tugi, fyrst í spari­sjóðnum og eft­ir að Lands­bank­inn tók hann yfir, í Lands­bank­an­um. Hin kon­an hef­ur starfað þar eitt­hvað skem­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins finnst ýms­um bæj­ar­bú­um í Ólafs­vík að aðferðin sem beitt var við upp­sagn­irn­ar sé harka­leg og í raun „óboðleg og frun­ta­leg,“ eins og einn viðmæl­andi orðaði það. Morg­un­blaðið spurði Kristján Kristjáns­son, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bank­ans, hvers vegna upp­sagn­irn­ar hefðu verið með þess­um hætti:

Upp­sagn­ir aldrei gleðiefni

„Mannauðsstjóri Lands­bank­ans, Bald­ur G. Jóns­son, fór vest­ur í Ólafs­vík og sagði þess­um kon­um upp, í sam­ráði við úti­bús­stjór­ann í Ólafs­vík, það er rétt. En hann seg­ir að það hafi verið al­veg eins staðið að þess­um upp­sögn­um og alltaf er gert. Það er alltaf þannig, þegar Lands­bank­inn hef­ur frum­kvæði að starfs­lok­um, að sá eða sú sem sagt er upp störf­um hætt­ir sam­stund­is. Við skilj­um það vit­an­lega að fólki sé brugðið. Upp­sagn­ir eru aldrei neitt gleðiefni,“ sagði Kristján.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert